Í þetta skipti bjóðum við 11 erlendum dómurum til okkar ásamt einum íslenskum, og verða tveir íslenskir dómarar til vara. Listi dómara hefur tekið nokkrum breytingum undanfarnar vikur en vonandi er hann orðinn endanlegur núna. Við gerum ráð fyrir að sýningarnar nú geti orðið töluvert stærri en fyrri ágústsýningar, þar sem mæta þarf uppsafnaðri þörf, en með þessum dómaralista ráðum við við allt að eitt þúsund hunda sýningu hvorn dag ef vel er raðað í hringi. Við treystum okkur hins vegar ekki í stærri viðburð en það að þessu sinni, hvorki að finna fleiri dómara með skömmum fyrirvara né starfsfólk. Af þessari ástæðu hefur verið tekin sú ákvörðun að hámarksfjöldi skráninga á hvora sýningu fyrir sig verði eitt þúsund hundar og mun skráningakerfi loka sjálfkrafa þegar, og ef hámark næst. Það gæti því mögulega gerst fyrir tilgreindan lokadag og lokatíma skráningar, sem er sunnudagurinn 25. júlí kl. 23:59. Við hvetjum því alla sem vilja vera öruggir að skrá tímanlega og hlökkum til að sjá ykkur á Víðistaðatúni í Hafnarfirði í ágúst