Föstudagskvöldið 15. september verður hvolpasýning sem hefst kl. 18.00, en þar munu 135 hvolpar keppa um titilinn besti hvolpur sýningar. Á sama tíma fer fram keppni ungra sýnenda, þar sem 26 ungmenni eru skráð.
Alþjóðleg sýning fer svo fram laugardag og sunnudag þar sem 655 hundar mæta í dóm. Sýningin hefst kl. 9.00 báða dagana og verður dæmt í sex hringjum samtímis. Sýningin er svk. „Crufts Qualification“ sýning þar sem þeir hundar sem verða BOB (besti hundur tegundar), BOS (besti hundur af gagnstæðu kyni) ásamt BOB og BOS ungliða vinna sér inn þátttökurétt á Crufts sýningunni í Bretlandi 2018. Sigurvegari sýningar hlýtur titilinn besti hundur sýningar, en auk þess verður keppt um besta öldung sýningar, besta ungliða sýningar, besta par sýningar, bestu afkvæmahópa dagsins og bestu ræktunarhópa dagsins.
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hringja á sýningunni - ATH. að þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar á röðun tegunda inn í hring. Vakin er athygli á að nokkrar tegundir hafa verið færðar á milli dómara til að jafna tímasetningar. Þessar tegundir eru stjörnumerktar í dagskrá.
Sjá PM hér.
![]()
| ![]()
|

Dagskrá úrslita |