
Það var mikill sigur þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum landbúnaðarráðherra féllst á að framkvæma nýtt áhættumat, enda félagið haldið því fram að núgildandi áhættumat væri bæði gallað og ennfremur úrelt. Upphaflega átti nýtt áhættumat að líta dagsins ljós í apríl 2018.
Félagið hefur grennslast fyrir en engin svör borist. Þorgerður fylgdi málinu ennfremur eftir í september 2018 með fyrirspurn á Alþingi. Þeirri fyrirspurn svaraði Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra á Alþingi 15. október síðastliðinn. Í svari ráðherra kom fram að vinnan stæði enn yfir en skýrsla ætti að liggja fyrir eigi síðar en í árslok 2018. Nú er komið fram í miðjan janúar og ekkert bólar á áhættumatinu. Af því tilefni skrifaði félagið bréf til ráðherra og krafðist svara.
Afrit af bréfinu má finna hér að neðan.

Bréf til ráðherra |