Leitað er að kraftmiklum og drífandi aðila í starf framkvæmdarstjóra. Í boði er tækifæri til að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum í lifandi og skemmtilegu umhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur á skrifstofu félagsins, utanumhald um fjármál þess og mannaforráð
- Samskipti við erlenda og innlenda samstarfsaðila
- Yfirumsjón með framkvæmd viðburða, s.s. hundasýningar, námskeið, fyrirlestrar o.fl.
- Að auki sinnir framkvæmdarstjóri öðrum tilfallandi verkefnum í samráði við stjórn félagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Frumkvæði og drifkraftur
- Góð samskiptahæfni
- Reynsla af stjórnun viðburða er kostur
- Rekstrar og/eða stjórnunarreynsla er kostur
- Víðtæk og góð tölvukunnátta
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
- Einlægur áhugi og reynsla af hundum og félagsstarfi er mikill kostur
- Geta unnið sveigjanlegan vinnutíma
Hundaræktarfélag Íslands er félag allra hundaeiganda á Íslandi. Félagið er aðili að alþjóðasambandi hundaræktarfélaga (f.Fédération Cynologieque Internationale - FCI) og Norrænum samtökum hundaræktarfélaga (NKU). HRFÍ rekur skrifstofu sem er opin alla virka daga en skrifstofan er þjónustuaðili fyrir félagsmenn og hundaeigendur á Íslandi.
Frekari upplýsingar veitir Erna Sigríður Ómarsdóttir, formaður HRFÍ, á netfangið erna@hrfi.is.
Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember 2023 og skulu umóknir berast í gegnum umsóknarvefinn Alfreð