10 dómarar frá Svíþjóð, Íslandi, Danmörku, Írlandi, Ungverjalandi og Pólandi dæma í níu sýningarhringjum samtímis.
Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundeigendur og sýnendur, auk þess sem á staðnum er fjöldinn allur af sölu- og kynningabásum þar sem ýmis tilboð verða í gangi. Íþróttadeild HRFI mun verða með kynningu og bronspróf í Hundafimi á laugardeginum um kl.15 þar sem áhugasömum er velkomið að spreyta sig.
Áhorfendum er leyfilegt að koma með sína eigin stóla og tjöld og sitja við sýningahringi. Sérstakt svæði verður fyrir tjöld, húsbíl, tjaldvagna og fellihýsi fyrir þá sem kjósa að gista á staðnum, salerni verður á staðnum en því miður ekki rafmagn. Vinsamlega athugið að tjöld inná sýningasvæðinu sjálfu mega ekki vera stærri en 3m x 3m og þau verða að vera staðsett minnst 5 metrum frá sýningahringjum.
Veitingarsala og salerni verða í veislusal reiðhallarinnar í Víðidal, góð tilboð alla helgina.
Hér má sjá dagskrá RW-14 sýningarinnar - Ný dagskrá!
Hér má sjá dagskrá Alþjóðlegu sýningarinnar
Dagskrá í úrslitum: Laugardagur og sunnudagur
Sýnendur vinsamlega athugið: Sýninganúmer verða afhent á staðnum.
Hér má sjá kort af svæðinu: