
Níu dómarar frá fjórum löndum; Bretlandi, Finnlandi, Belgíu og Íslandi dæma í fimm sýningarhringjum samtímis.
Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundeigendur og sýnendur, auk þess sem á staðnum er fjöldinn allur af sölu- og kynningabásum þar sem ýmis tilboð verða í gangi.
Keppni ungra sýnenda
Öflugt barna- og unglingastarf er starfrækt innan félagsins og að þessu sinni taka yfir 20 ungmenni þátt í keppni ungra sýnenda, mánudaginn 25. maí kl.12:00 á sama stað. Dómari í þeirri keppni er Þorbjörg Ásta Leifsdóttir frá Íslandi.
Hér má svo sjá dagskrár sýningarinnar
Dagskrár