Áður en hægt er taka húsnæðið í notkun þurfa að eiga sér stað endurbætur á húsnæðinu sem m.a. fela í sér að fara í umtalsverðar endurbætur á skrifstofurýminu. Þarf að teikna rýmið, rífa allavega að hluta þess og byggja upp að nýju. Þá þarf að mála, setja upp geymslurými og fleira. Eru þeir félagsmenn sem eru liðtækir í að aðstoða við slíka vinnu beðnir um að senda upplýsingar um það á stjórn félagsins (stjorn@hrfi.is) þar sem fram kemur með hvaða hætti þeir geta liðsinnt í þessu verkefni.
Hér að neðan má finna fundagerð af félagsfundinum 3. október 2022 og þá kynningu sem farið var yfir á fundinum.
![]()
| ![]()
|