Á síðunni geta virkir félagsmenn HRFÍ auglýst hvolpa og eldri hunda. Hvolpakaupendur geta komist í samband við ræktendur, skoðað got og eldri hunda í heimilisleit, kynnt sér þær tegundir sem eru til á Íslandi og ræktunarmarkmið þeirra. Einnig verða inni á síðunni greinar um ýmislegt sem kemur að hvolpauppeldi og þjálfun.