Hvolpasýning er opin öllum HRFI ættbókafærðum hvolpum á aldrinum 4-9.mánaða og skiptist sýningin að þessu sinni í Besta ungviði sýningar (4-6.mánaða) og Besta hvolp sýningar (6-9.mánaða). Hvolpasýning er góður vettvangur til að umhverfis og sýningaþjálfa hvolpa í talsvert rólegra umhverfi en stóru sýningar félagsins eru. Dómarar verða þeir dómaranemar sem lengst eru komnir í náminu, nánar auglýst síðar. Skráningafrestur er til og með 10.janúar, vinsamlega athugið að allar breytingar s.s eigandaskipti, ættbókaskráning eða umskráning, þurfa að hafa borist fyrir 3.janúar til að tryggja að hvolpur komist á sýninguna.
Hægt er að skrá á sýninguna í gegnum síma á opnunartíma skrifstofu með kredikorti eða maestro debetkorti, vinsamlega verið með kortaupplýsingar við hendina við skráningu (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer). Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka.
Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu sem er 10.00-15.00 alla virka daga.
Skráningagjald á sýninguna er 1950 kr. á hvolp.