Hvolpasýning HRFI verður að þessu sinni haldin á föstudagskvöldinu 22.júlí á túninu við reiðhöllina í Víðidal. keppt verður í fjórum sýningahringjum og hefjast dómar kl.17.30. 124 hvolpar eru skráðir til keppni.
Dómarar: Viktoría Jensdóttir (Íslandi), Mikael Nilsson (Svíþjóð), Maria-Luise Doppelreiter (Austuríki) og Markku Mähönen (Finnland). Úrslit eru áætluð kl.20.00
Hér má sjá dagskrá hvolpasýningar
Keppni ungra sýnenda
Öflugt barna- og unglingastarf er starfrækt innan félagsins og að þessu sinni taka 19 ungmenni þátt í keppni ungra sýnenda, föstudagskvöldið 22. júlí kl.17:00 í Víðidalnum, BIS hringnum.
Dómari í þeirri keppni er Ásta María Guðbergsdóttir.