Stjórn, starfsfólk skrifstofu og deildir Hundaræktarfélagsins óska félagsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi á ári. Við viljum þakka þeim fjölmörgu félagsmönnum sem starfað hafa í þágu félagsins á árinu og gert viðburði og fjölbreytta starfsemi Hundaræktarfélagsins að veruleika. Án ykkar framlags væri þetta ekki mögulegt. Við hlökkum til frekara samstarfs og samveru með mönnum og hundum á komandi ári.