
Stjórn og skrifstofa Hundaræktarfélags Íslands óskar ykkur friðar og gæfu í þeirri hátíð sem er að ganga í garð og þakkar árið sem er að líða!
Árið hefur verið viðburðarríkt og félagsmenn tekið ríkulega þátt í þeim viðburðum sem haldnir hafa verið í nafni félagsins. Samstaða náðist um kaup á nýju húsnæði sem ætti að rúma marga viðburði félagsins og deilda þess og hlökkum við til að gera eign þá sem keypt var að okkar allra á nýju ári.
Með jólakveðju og von um áframhaldandi blómlegt hundastarf,
Stjórn og skrifstofa HRFÍ