
Takið helgina 25. - 26. mars frá, því þá ætlum við að flytja í Hafnarfjörðinn og vonumst til að sem allra flestir komi og hjálpi okkur og leggi hönd á plóg. Undanfarið hafa farið fram þær nauðsynlegu breytingar á húsnæðinu sem þurfti og á allt að vera tilbúið fyrir þessa helgi. Verið er að leggja lokahönd á málningu og leggja gólfefni.
Hér að neðan er excel skjal þar sem þið getið skráð ykkur og við biðjum þá sem skrá sig að mæta eða láta vita tímanlega ef forföll verða.
AÐSTOÐ VIÐ FLUTNINGA - SKRÁNING
Eins og áður hefur verið auglýst er skrifstofa félagsins lokuð frá 17. mars og opnar aftur eftir páska þar sem starfsfólk félagsins mun taka á móti ykkur með bros á vör í nýju húsnæði að Melabraut 17 Hafnarfirði.
Að sjálfsögðu verður síðan opnunargleði síðar í apríl.