
Á sama stað verður hvolpakeppni HRFI og Royal Canin, en hvolpasýningin er fyrir hvolpa á aldrinum 3.-9.mánaða. Dómar hefjast kl.19.00.
Hægt er að skrá á sýningarnar í gegnum síma á opnunartíma skrifstofu með kredikorti eða maestro debetkorti, vinsamlega verið með kortaupplýsingar við hendina við skráningu (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer). Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka. Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu sem er 10.00-15.00 alla virka daga.
Síðasti skráningadagur er 15. janúar á fyrsta skráningafresti (Gjaldskrá 1)
Síðasti skráningardagur er 29. janúar á seinni skráningafresti (Gjaldskrá 2. skráningadagur)
Til að forðast óþarfa bið í síma eru félagsmenn hvattir til að skrá sem fyrst.