Hægt er að tengjast í gegnum tölvu eða snjallsíma, en nauðsynlegt er að ná í forritið og setja það upp. Forritið er frítt (bæði í tölvu og síma) og nokkuð einfalt í uppsetningu og mun þetta verða það forrit sem verður notað framvegis hjá félaginu fyrir samskonar fundi. Fundurinn hefst kl.18.00 en við mælum með að fólk sem ekki þekkir Skype business tengist inn fyrr til að allt sé örugglega farið að virka þegar fundurinn hefst. Nauðsynlegt er að vera með hljóðkort og opið fyrir hljóðið til tölvunni til að geta hlustað á fundinn, en þeir sem ekki eru með hljóð geta alltaf fylgst með glærunum.
Hugmyndin er að netfundargestir geti tjáð sig og tekið þátt í umræðum, en til þess að það sé möguleiki er nauðsynlegt að allir netfundagestir séu á kyrrlátum stað svo umhverfishljóð trufli ekki fundinn. Fundastjóri áskilur sér rétt á að loka fyrir að einstaka eða allir fundagestir geti tjáð sig ef mikil truflun verður á fundinum vegna þessa.