Stjórn mun fylgjast náið með framvindu mála og mun afgreiðslan opna aftur um leið og hægt er.
Vegna nýrrar bylgju af völdum kórónuveirunnar hefur stjórn samþykkt að loka alfarið fyrir afgreiðslu og bókanir vegna viðburða á skrifstofu félagsins þar til hægt hefur á smitum. Lokað verður frá og með fimmtudeginum 24. september. Reynt verður eftir fremsta megni að halda starfseminni óbreyttri og koma í veg fyrir að lokunin bitni á þjónustu við félagsmenn. Þannig verður áfram svarað á símatíma skrifstofu í síma 588 5255. Félagsmönnum er einnig bent á að hægt er að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is. Þeir sem ekki geta sent pappíra rafrænt er bent á að pappírum er hægt að ýta undir hurðina í Síðumúla 15. Hægt er að millifæra inn á reikning félagsins en reikningsnúmerið er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249. Eins er tekið á móti símgreiðslum gegnum síma. Ef gögn liggja á skrifstofu sem eftir á að sækja þá er hægt að hringja í okkur og við getum lagt þau fyrir framan áður en sótt er.
Stjórn mun fylgjast náið með framvindu mála og mun afgreiðslan opna aftur um leið og hægt er. Comments are closed.
|
|