Með útgáfu reglugerðarinnar hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið lokið útfærslu á nýjum dýravelferðarlögum fyrir allar helstu dýrategundir sem löggjöfin nær yfir. Matvælastofnun fer með framkvæmd laganna og reglugerða um velferð dýra og hefur eftirlit með að ákvæðum þeirra sé fylgt.
Dagskrá
- 13:00 – 13:10 Ný reglugerð um velferð gæludýra - Halldór Runólfsson, fundarstjóri
- 13:10 – 13:20 Af hverju nýjar reglur og hver fylgist með? - Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir
- 13:20 – 14:20 Meðferð, umhirða og aðbúnaður gæludýra - Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir gæludýra og dýravelferðar hjá Matvælastofnun
- 14:20 – 14:35 Umræður
- 14:35 – 14:55 Hlé
- 14:55 – 15:35 Tilkynningarskylt dýrahald – hvað er það? - Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir gæludýra og dýravelferðar hjá Matvælastofnun
- 15:35 – 15:55 Umræður
- 15:55 – 16:00 Samantekt og lokaorð - Halldór Runólfsson, fundarstjóri
Skráning:
Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru allir velkomnir! Skráning fer fram á netfanginu mast@mast.is. Vinsamlega takið fram fullt nafn, fyrirtæki/samtök og netfang þátttakanda við skráningu. Skráningarfrestur er til 16. mars nk.
http://mast.is/frettaflokkar/frett/2016/03/09/Malthing-a-Akureyri-Nyjar-reglur-um-velferd-gaeludyra/
Nánari upplýsingar um nýju reglugerðina um velferð gæludýra er að finna hér:
http://mast.is/frettaflokkar/frett/2016/02/18/Nyjar-reglur-um-velferd-gaeludyra/