Nýja síðan gerir allar uppfærslur mun auðveldari ásamt því að bjóða upp á mun meiri möguleika, hægt verður að setja inn video, einnig verður hægt að tengja fleiri tegundir skjala við síðuna, fréttaveitan er svo tengd við Facebooksíðu félagsins.
Settar hafa verið fáeinar nýjar undirsíður svo sem um námskeið sem félagið býður upp á, verðskráin hefur verið uppfærð (skýringar settar inn og einnig ný verð fyrir aflestur mjaðmamynda) og sett hefur verið inn undirsíða sem heldur utan um þær vörur sem eru til sölu hjá HRFÍ.
Við höfum einnig tekið í gagnið nýtt póstlistakerfi en allir sem voru skráðir á gamla listann hafa verið fluttir yfir á nýja listann en gætu þurft að vista sendanda til þess að forðast ruslpóstsíur.