
Þetta er stærsta sýning frá stofnun félagsins en alls eru 889 hundar skráðir sem keppa yfir helgina auk 29 ungmenna sem keppa í keppni ungra sýnenda á laugardeginum í hring 6. Dómar hefjast kl. 9:00 í dómhringjum og er áætlað að úrslit hefjist kl. 14:30 á laugardag og kl. 15:00 á sunnudag.
Dómarar helgarinnar verða: Bo Skalin (Svíþjóð), Harry Tast (Finnland), Levente Miklós (Ungverjaland), Ligita Zake (Lettland), Marie Callert (Svíþjóð), Tatjana Urek (Slóvenía) og Tracey Douglas (Írland). Theodóra Róbertsdóttir dæmir keppni ungra sýnenda.
Myllumerki (e. hashtag (#)) helgarinnar er #nordurljosasyning2020.
Dagskrá og PM má finna hér
Umsagnir, sýningaskrá og úrslit má nálgast hér:
Umsagnir: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/200261?session_locale=en_GB
Sýningaskrá: https://www.hundeweb.dk/udstilling-katalog/udstilling/200261/?session_locale=en_GB
Niðurstöður úr úrslitahring: https://www.hundeweb.dk/udstilling-resultat/udstilling/200261/storering
Umsagnir og úrslit birtast samstundis en ath. að sýningaskrá opnast ekki fyrr en klukkustund áður en sýningin hefst.
Minnum félagsmenn og gesti á að passa umgengnina yfir helgina og biðjum við ykkur að hafa eftirfarandi í huga:
- Hundar eru EKKI leyfðir í áhorfendastúku eða anddyri Reiðhallarinnar.
- Hundur á sýningasvæði skal vera í stuttum taumi og tryggt að hundur sé ávallt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi.
- Þeir sýnendur sem eru með SNYRTIBORÐ með sér þurfa að vera með undirbreiðslu undir borðið. Til dæmis má nota teppi, handklæði eða plastundirbreiðslu.
- Hirða þarf upp eftir hundinn INNI OG ÚTI og þrífa með þess tilgerðum áhöldum. Pokar, sótthreinsisprey og pappír er sem fyrr að finna m.a. á borðum við hringi. Við hvetjum fólk til þess að tryggja það að ræsta hundana ÁÐUR en komið er inn í höll og benda öðrum þátttakendum á að hirða upp eftir sína hunda fari það fram hjá þeim.
- Gúmmíkústar verða staðsettir við hringina, þeir eru tilvaldir til þess að sópa hár af teppum. Hikið ekki við að grípa í kúst og haldið svæðinu í kringum ykkur hreinu.
- Með samstilltu átaki getum við sýnt og sannað að við getum verið til fyrirmyndar þegar kemur að umgengni en vitað er að það er ein helsta gagnrýni á hundahald. Okkur langar ekkert að vera úti í kulda og frosti á vetrarsýningu.