Á sýningunni eru 1099 hundar skráðir ásamt 35 ungum sýnendum. Dómarar að þessu sinni verða Anthony Kelly (Írland), Christian Jouanchicot (Frakkland), Espen Engh (Noregur), Lisa Molin (Svíþjóð), Markku Mähönen (Finnland), Morten Matthes (Danmörk) og Rosa Agostini (Ítalía). Áður auglýstur dómari Attila Czeglédi þurfti því miður að afboða sig vegna óviðráðanlegra aðstæðna og steig Rosa Agostini inn í hans stað.
Vekjum einnig athygli á því að vegna aðstæðna þurfti að færa tegundahópa 4 og 6 yfir á laugardag.
Dómari keppni ungra sýnenda verður Sóley Ragna Ragnarsdóttir en keppnin fer fram á laugardag.
Hér að neðan má sjá dagskrá sýningarinnar og PM, ásamt dagskrá úrslita. Birt með fyrirvara um villur og breytingar.
Haldið verður áfram með breytt fyrirkomulag á besta ungliða sýningar.
Breyting á keppni um besta ungliða sýningar
Á næstu sýningu verður breytt fyrirkomulag á keppni um besta ungliða sýningar. Hvorn dag verða haldnar forkeppnir innan hvers tegundahóps, þ.e. að besti ungliði tegundar keppir við aðra ungliða innan síns tegundahóps í forkeppni. Dómari velur einn ungliða úr hverri forkeppni (hverjum tegundahópi) sem kemur í úrslit um besta ungliða sýningar á sunnudeginum, og verður því einn hundur úr hverjum tegundahóp í keppni um besta ungliða sýningar, líkt og í besta hundi sýningar. Forkeppnirnar munu fara fram í þremur hringjum samtímis, hringjum 1, 2 og 3, sjá nánar dagskrá úrslita sem verður birt þegar nær dregur.

Dagskrá - Laugardagur 4. mars |

Dagskrá - Sunnudagur 5. mars |

PM 4.-5. mars |

Dagskrá úrslita |