Föstudagskvöldið 2. mars verður hvolpasýning og keppni ungra sýnenda en alþjóðleg sýning verður á laugardaginn 3. mars og sunnudaginn 4. mars.
Dómarar á Norðurljósasýningunni verða þau: Göran Bodegård (Svíþjóð), Sóley Ragna Ragnarsdóttir (Ísland), Rui Oliveira (Portúgal), Tiina Taulos (Finnland) og Tuire Okkola (Finnland). Dómaraáætlun má sjá hér.
Opið er fyrir skráningu á sýninguna og eru skráningarfrestir eftirfarandi:
Gjaldskrá 1: 19. janúar
Gjaldskrá 2: 2. febrúar
Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum í síðasta lagi 19. janúar til þess að tryggja að skráning náist á sýninguna.
Skráningar á sýningar HRFÍ fara aðeins fram á skrifstofu HRFÍ eða í gegnum síma. Skrifstofa HRFÍ er opin virka daga frá kl. 10-15.
Álag er á símanum síðustu skráningardaga og því eru félagsmenn hvattir til þess að vera tímanlega í skráningu. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningadag.
Til þess að geta skráð þarf að gefa upp nafn hundsins í ættbók eða kennitölu skráðs eiganda og greiðsla þarf að fylgja skráningu. Aðeins er tekið við skráningum á hundum virkra félagsmanna (þ.e. þeirra sem hafa greitt árgjald félagsins), hægt er að ganga frá greiðslu árgjalds á sama tíma og skráð er á sýningu en ekki er hægt að greiða síðar.
Hægt er að greiða með reiðufé og öllum helstu kortum á skrifstofu. Hægt er að greiða með öllum helstu kreditkortum í gegnum síma ásamt MasterCard debetkortum frá Íslandsbanka (útgefnum eftir 2011). Nauðsynlegt er að hafa kortanúmer, gildistíma og öryggisnúmer eigi að greiða í gegnum síma.
Ekki er í boði að millifæra fyrir sýningagjöldum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki.