Helgina 3.-5. mars fer fram Norðurljósasýning HRFÍ sem er fyrsta sýning ársins. Helgin hefst með hvolpasýningu á föstudagskvöldinu en alþjóðleg sýning fer fram á laugardag og sunnudag. Að þessu sinni verða 215 hvolpar sýndir ásamt 660 hundum sem gerir allt í allt 875 hunda. Sýningin verður haldin í reiðhöll Fáks í Víðidal og verða fimm dómarar frá fjórum löndum sem munu mæta og dæma alla helgina. Hlökkum til að sjá þig!
Samhliða sýningunni fer fram augnskoðun. Að þessu sinni verða rúmlega 170 hundar skoðaðir af dýralækninum Jens Kai Knudsen. Skoðunin stendur frá kl. 9-16:30. Við biðjum þá sem eiga pantaða tíma að mæta tímanlega til að skoðunin gangi sem best.

Hægt er að sjá dagskrá hvolpasýningar hér.

Hægt er að sjá dagskrá sýningar hér.