
Í þetta sinn náðu skráningar hámarki, eða 1150 skráningar. Dómarar að þessu sinni verða Anne Tove Strande (Noregur), Benny Blid Von Schedcin (Svíþjóð), Kitty Sjong (Danmörk), Liliane De Ridder-Onghena (Belgía), Norman Deschuymere (Belgía), Per Kr. Andersen (Noregur) og Sóley Halla Möller (Ísland). Áður auglýstir dómarar Inga Siil og Per Svarstad þurftu því miður að afboða sig vegna óviðráðanlegra aðstæðna og stigu þau Kitty Sjong og Norman Deschuymere í þeirra stað.
Dómari keppni ungra sýnenda verður Thomas Wastiaux en keppnin fer fram á laugardag og eru 38 ungmenni skráð til keppni.
Hér að neðan má sjá dagskrá sýningarinnar, drög að dagskrá úrslita og PM. Birt með fyrirvara um villur og breytingar.
Heiðrun stigahæstu hunda, öldunga, ræktenda og ungra sýnenda
Á nóvember sýningu félagsins verður sýningaárið 2022 gert upp. Að loknum úrslitum á sunnudeginum verður lokaathöfn þar sem heiðraðir verða fjórir (1.-4. sæti) stigahæstu hundar, öldungar, ræktendur og ungir sýnendur (báðir flokkar) fyrir stigahæsta árangurinn á sýningaárinu 2022. Við hvetjum fólk til að doka við á svæðinu og fagna saman yfir árangri sýningaársins.
Haldið verður áfram með breytt fyrirkomulag á besta ungliða sýningar.
Breyting á keppni um besta ungliða sýningar
Á næstu sýningu verður breytt fyrirkomulag á keppni um besta ungliða sýningar. Hvorn dag verða haldnar forkeppnir innan hvers tegundahóps, þ.e. að besti ungliði tegundar keppir við aðra ungliða innan síns tegundahóps í forkeppni. Dómari velur einn ungliða úr hverri forkeppni (hverjum tegundahópi) sem kemur í úrslit um besta ungliða sýningar á sunnudeginum, og verður því einn hundur úr hverjum tegundahóp í keppni um besta ungliða sýningar, líkt og í besta hundi sýningar. Forkeppnirnar munu fara fram í þremur hringjum samtímis, hringjum 1, 2 og 3, sjá nánar dagskrá úrslita.

Dagskrá laugardag 26. nóvember |

Dagskrá sunnudag 27. nóvember |

PM 26.-27. nóvember |

Dagskrá úrslita - drög |