- Velferð: Tilgangi og markmiði samtakanna er breytt með tilliti til velferðar hunda.
- Kerfisbreytingar: Breytingar eru gerðar á svæðisskiptingu samtakanna. Þá er stofnuð aganefnd (gerðardómsnefnd) sem ætlað er að beita viðurlögum ef aðildarfélög brjóta í bága við reglur og lágmarkskröfur samtakanna.
- Nútímavæðing: Reglurnar eru nútímavæddar, sér í lagi reglur um starfshætti stjórnar sem gerir nú kleift að nýta betur tækni til fundarhalda.
- Gagnsæi: Nýtt regluverk gerir ráð fyrir aukinni upplýsingagjöf um ákvarðanatöku til aðildarafélaga.