Leitað var leiðsagnar og aðstoðar Norska Hundaræktarfélagsins (NKK) og óskað eftir að fá aðstoð Fuglahundaklúbbsins ytra. Frændur okkar ytra tóku jákvætt í samstarf og samþykktu að taka þátt í að ýta undir og styrkja menntun íslenskra fuglahundadómara. Bauðst FKF til að reyndur norskur dómari Andreas Bjørn myndi taka sæti í dómaranefndinni, sem mun sjá um námið og töldu þeir farsælast að einn aðili frá FKF myndi bera ábyrgð sem tengiliður NKK við íslenska námið amk til að byrja með. Þess utan verður hægt að leita til FKF um að fá norska fuglahundadómara til að taka að sér að vera leiðbeinendur nema í náminu. Með tilkomu dómaranefndar og leiðbeinenda er það von Hrfí að haldið verði vel utan um þá dómaranema sem hafa áhuga á og eru tilbúnir að skuldbinda sig í náminu. Til samræmis við framboðna aðstoð FKF skipaði Stjórn Hrfí Andreas Bjørn í dómaranefnd en hann var einn þeirra sem deildirnar höfðu tilnefnt. Þá eru Egill Bergmann og Svafar Ragnarsson skipaðir í nefndina af dómararáði.
NKK og FKF eiga miklar þakkir skildar fyrir að vilja leggja Hundaræktarfélaginu og deildum í tegundahópi 7 lið og mun reynsla þeirra og aðkoma gefa möguleika sem ekki voru áður fyrir hendi.
Það er von félagsins að nýsamþykktar reglur og samstarfið við NKK/FKF muni koma til með að efla menntun dómara í tegundahópi 7 sem og ýta undir fjölda þeirra sem stunda námið.
Reglurnar má finna hér