
Við bjóðum Lindu velkomna til starfa og þökkum Svövu jafnframt kærlega vel unnin störf í þágu félagsins og Sáms á síðustu árum.
Netfang ritstjóra blaðsins er samur@hrfi.is
Hér eru nokkur orð frá nýjum ritstjóra Sáms um fyrri störf og framtíðarsýn.
Ég heiti Linda Björk Jónsdóttir og hef tekið við því verkefni að vera ritstjóri Sáms, tímariti Hundaræktarfélagi Íslands. Ég er búin að eiga íslenska fjárhunda í um 23 ár og hefur hundalífið verið ansi stór partur af tilverunni alveg síðan ég var barn í sveitinni hjá ömmu og afa. Ég hef setið í stjórn Deildar Íslenska fjárhundsins (DÍF og verið virkur þáttakandi í starfi félgasins og á sýningum sem hringstjóri, ritari og svo auðvitað sýnandi. Bjó um tíma í Danmörku þar sem ég lærði “multimedia design and communication”. Hundarnir mínir tveir á þeim tíma, feðgarnir Orri og Hökki komu að sjálfsögðu með svo ég fékk að kynnast hundaheiminum í Skandinavíu líka þar sem ég nýtti tækifærið og ferðaðist með hundana á hundasýndasýningar. Í dag búa með okkur feðgarnir Ch. Kersins Hökki og Ch. Sunnusteins Einir, en Eini hefur gengið mjög vel á hundasýningum í gegnum tíðina. Síðan árið 2013 hefur umbrotið á tímaritinu verið í mínum höndum og mér hefur fundist mjög gaman að fá að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni sem Sámur er.
Núna er komið að tímamótum í lífi Sáms, því núna stígur Sámurinn skref inn í nútímann og fer á netið í vefsíðuformi. Stefnan er að halda úti lifandi vefsíðu allt árið. Það eru því spennandi tímar framundan.