Á sýninguna eru skráðir tæplega 1.100 hundar, auk 34 ungra sýnenda. Dæmt verður í sjö hringjum báða daga og hefjast dómar að venju kl. 9.
Dómarar að þessu sinni verða Auður Sif Sigurgeirsdóttir (Ísland), Elisabeth Spillman (Svíþjóð), Fabrizzio La Rocca (Ítalía), Gerard Jipping (Holland), Maija Mäkinen (Finnland), Moa Persson (Svíþjóð) og Tatjana Urek (Slóvenía).
Hér að neðan má sjá dagskrá sýningar, PM og dagskrá úrslita með hefðbundnum fyrirvara um villur og breytingar.
Uppfært 27.09.2023: Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur Fabrizzio La Rocca þurft að afboða komu sína í október, í hans stað höfum við fengið Refet Hadzic til að stíga inn í, og við þökkum honum kærlega fyrir. Dagskrá og PM hefur verið uppfært í samræmi við þessar breytingar.

Dagskrá - Laugardagur 7. október |

Dagskrá - Sunnudagur 8. október |

PM hringja - 7.-8. október |

Dagskrá úrslita |