Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Skráning í félagið
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English

Frestum sýningum í október

5/10/2020

 
Ágætu félagsmenn,
Það liggur ljóst fyrir að ekki verður hægt að halda sýningar þær sem áætlaðar voru nú í október vegna sóttvarnarreglna og stöðu smita í samfélaginu.
Til að byrja með áætlum við að færa sýningarnar fram í nóvember og vonum að staðan muni þá verða betri. Nánari upplýsingar verða birtar síðar en eins og áður þá munu þeir sem óska eftir að fella niður skráningar á sýningarnar hafa kost á því og eru þá beðnir um að senda okkur póst á hrfi@hrfi.is.
Sýningar sem munu færast til en verða þá vonandi í nóvember eru;
Meistarasýning og keppni ungra sýnenda 10. og 11. október
Hvolpasýning 17.-18. október
Meistarasýningar 24. og 25. október

Við erum að vinna í að finna nýjar dagsetningar og munum gefa þær út eins fljótt og auðið er.
Farið varlega og við sjáum vonandi brátt á sýningu, Sýningarstjórn

Lokað fyrir afgreiðslu á skrifstofu

23/9/2020

 
Vegna nýrrar bylgju af völdum kórónuveirunnar hefur stjórn samþykkt að loka alfarið fyrir afgreiðslu og bókanir vegna viðburða á skrifstofu félagsins þar til hægt hefur á smitum. Lokað verður frá og með fimmtudeginum 24. september. Reynt verður eftir fremsta megni að halda starfseminni óbreyttri og koma í veg fyrir að lokunin bitni á þjónustu við félagsmenn.  Þannig verður áfram svarað á símatíma skrifstofu í síma 588 5255. Félagsmönnum er einnig bent á að hægt er að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is. Þeir sem ekki geta sent pappíra rafrænt er bent á að pappírum er hægt að ýta undir hurðina í Síðumúla 15. Hægt er að millifæra inn á reikning félagsins en reikningsnúmerið er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249.  Eins er tekið á móti símgreiðslum gegnum síma. Ef gögn liggja á skrifstofu sem eftir á að sækja þá er hægt að hringja í okkur og við getum lagt þau fyrir framan áður en sótt er. 
Stjórn mun fylgjast náið með framvindu mála og mun afgreiðslan opna aftur um leið og hægt er. 

Högum seglum eftir vindi!

21/9/2020

 
Eins og öllum er kunnugt er ný covid bylgja farin af stað á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöld að mælast til aukinnar varkárni almennings. Í því ljósi höfum við endurmetið stöðuna varðandi fyrirhugaðar sýningar og áveðið að meistarasýningar sem eru á dagskrá næstu helgi, 26. og 27. september, verði færðar aftur um mánuð, eða til 24. og 25. október. n.k. Þá verði hvolpasýningin sem auglýst er 3.-4. október færð aftur til 17.-18. október. Dagsetning meistarasýningar og keppni ungra sýnenda þann er 10.-11. október verður óbreytt.
Vonandi næst að koma böndum á smitin næstu daga og þessar dagsetningar fá að standa. Ef ekki, færum við sýningarnar aftur til á meðan við höfum svigrúm með húsnæði og dómara.
Þá gerum við ráð fyrir þeirri breytingu að Þorbjörg Ásta Leifsdóttir dæmi helgina 24. og 25. október eftirfarandi tegundir í stað þeirra dómara sem auglýstir eru í dag: Collie Rough, Collie Smooth, Shetland sheepdog og Siberian Husky. Þeir sem óska eftir að fella skráningu sína niður vegna þessara breytinga (ath. á ekki við um sýningar 10.-11. október), eða eru með hunda sem færast á milli aldursflokka við breytinguna, eru vinsamlegast beðnir um að senda okkur póst þess efnis á hrfi@hrfi.is fyrir lok næsta mánudags, 28. september n.k.
Að öðrum kosti gerum við ráð fyrir að skráningin gildi fyrir síðari dagsetningar.
Ný skráningalok eru á miðnætti dags sem hér segir og fara sem fyrr fram á hundeweb.dk:
Meistarasýning og keppni ungra sýnenda 10. og 11. október: 5. október (óbreytt)
Hvolpasýning 17.-18. október: 12. október
Meistarasýningar 24. og 25. október: 19. október


​Baráttukveðjur og farið varlega! Sýningastjórn.


Upplýsingar um hvolpasýninguna má finna hér: www.hrfi.is/freacutettir/hvolpasyning-3-4-oktober
Upplýsingar um meistarastigssýningarnar má finna hér: www.hrfi.is/freacutettir/meistarastigssyningar-og-keppni-ungra-synenda

Tilkynning vegna fyrirhugaðrar sýningar félagsins í nóvember 2020

17/9/2020

 
Í ljósi þeirra aðstæðna sem skapast hafa vegna Covid 19 í heiminum og óvissu um framhaldið sér stjórn HRFÍ sér ekki annað fært en að aflýsa Norðurlandasýningu félagsins sem halda átti í Reiðhöllinni í Víðidal 28.-29. nóvember 2020.
Vonandi munu aðstæður verða okkur hliðhollari þegar næsta sýning félagsins er áætluð í febrúar 2021.  

Hvolpasýning 17.-18. október

7/9/2020

 
Hvolpasýning verður haldin helgina 17.-18. október (var áður áætluð 3.-4. október) í reiðhöllinni Mánagrund í Reykjanesbæ. Sýningin er opin öllum tegundum hvolpa á aldrinum 3-9 mánaða en keppt verður í tveimur flokkum, 3-6 mánaða og 6-9 mánaða. Hvolparnir skulu vera full bólusettir.
Eftirfarandi sýningadómarar HRFÍ munu sjá um dómgæslu: Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Herdís Hallmarsdóttir, Lilja Dóra Halldórsdóttir, Sóley Halla Möller, Sóley Ragna Ragnarsdóttir, Þorsteinn Thorsteinsson og Þórdís Björg Björgvinsdóttir.
Opið er fyrir skráningu á sýninguna sem fram í gegnum Hundeweb.dk til og með 12. október kl. 23:59, nánar um skráningu á sýningar má finna hér.
Athugið að dómari sem er tilgreindur í skráningakerfi er ekki endilega dómarinn sem dæmir tegundina.
Félagið biður alla þátttakendur að fylgja gildandi sóttvarnarreglum í hvívetna og takmarka tíma sem dvalið er á sýningasvæði og fjölda sem fylgir hverjum hundi. Frekari leiðbeiningar vegna sóttvarna verða birtar þegar nær dregur sýningu.
Góð upplifun og æfing fyrir hvolpinn er í fyrirrúmi á hvolpasýningu og hlökkum við til að sjá upprennandi sýningahunda félagsins á þessum skemmtilega viðburði.

​Félagið heldur röð meistarasýninga í október, sjá nánar um þær hér.
Picture

Meistarastigssýningar og keppni ungra sýnenda

7/9/2020

 
​HRFÍ heldur röð meistarastigssýninga í samstarfi við Félag sýningadómara HRFÍ og ræktunardeildir 10. og 11. október og 24. og 25. október n.k. í reiðhöllinni Mánagrund í Reykjanesbæ. Þá verður keppni ungra sýnenda haldin á sama stað þann 10. október n.k. Skráning fer fram á Hundeweb.dk, nánar um skráningu má finna hér.
Skráningafrestur fyrir sýningarnar 10. og 11. október er 5. október kl. 23:59.
Skráningafrestur fyrir sýningarnar 24. og 25. október er 19. otkóber kl. 23:59.
 
Dagskrá
10. október:
Keppni ungra sýnenda: Dómari Karen Ösp Guðbjartsdóttir. Keppnin gildir til stiga um sýningahæstu ungu sýnendur ársins.
Bichon frise: Þórdís Björg Björgvinsdóttir
Íslenskur fjárhundur: Þorsteinn Thorsteinson
Poodle: Þórdís Björg Björgvinsdóttir
Shih tzu: Þórdís Björg Björgvinsdóttir
 
11. október:
Australian shepherd: Daníel Örn Hinriksson
Coton de tuléar: Daníel Örn Hinriksson
French bulldog: Viktoría Jensdóttir
Giant schnauzer: Viktoría Jensdóttir
Griffon: Sóley Ragna Ragnarsdóttir
Havanese: Daníel Örn Hinriksson
Japanese chin: Sóley Ragna Ragnarsdóttir
Miniature schnauzer: Viktoría Jensdóttir
Papillon: Daníel Örn Hinriksson
Pug: Daníel Örn Hinriksson
Schnauzer: Viktoría Jensdóttir
Tibetan spaniel: Sóley Ragna Ragnarsdóttir
 
24. október:
Afghan hound: Auður Sif Sigurgeirsdóttir
American cocker spaniel: Auður Sif Sigurgeirsdóttir
Cavalier king charles spaniel: Sóley Halla Möller
English cocker spaniel: Auður Sif Sigurgeirsdóttir
English springer spaniel: Auður Sif Sigurgeirsdóttir
Flat-coated retriever: Auður Sif Sigurgeirsdóttir
Golden retriever: Auður Sif Sigurgeirsdóttir
Labrador retriever: Viktoría Jensdóttir
Shetland sheepdog: Þorbjörg Ásta Leifsdóttir
 
25. október:
Bearded collie: Herdís Hallmarsdóttir
Border collie: Lilja Dóra Halldórsdóttir
Chihuahua: Sóley Halla Möller
Collie: Þorbjörg Ásta Leifsdóttir
German shepherd dog: Sóley Halla Möller
Pomeranian: Sóley Halla Möller
Siberian husky: Þorbjörg Ásta Leifsdóttir
Welsh corgi pembroke: Lilja Dóra Halldórsdóttir
Aðrir dómarar sýninganna varadómarar á þær tegundir sem þeir hafa réttindi á, forfallist dómari sem skráður er á tegund eða fjöldi skráðra hunda gerir það nauðsynlegt.
​

Keppt verður í eftirfarandi flokkum í samræmi við sýningareglur félagsins: Hvolpaflokkum 4-6 mánaða og 6-9 mánaða, ungliðaflokki, unghundaflokki, opnum flokki, vinnuhundaflokki, meistaraflokki og öldungaflokki. Ekki verður keppt í ræktunar- og afkvæmahópum. Úrslit verða einungis innan hverrar tegundar.
Samkvæmt samþykki stjórnar HRFÍ verða ungliðameistarastig einnig veitt í unghundaflokki, sjá hér.
 
Félagið biður alla þátttakendur að fylgja gildandi sóttvarnarreglum í hvívetna og takmarka tíma sem dvalið er á sýningasvæði og fjölda sem fylgir hverjum hundi. Frekari leiðbeiningar vegna sóttvarna verða birtar þegar nær dregur sýningum.

Félagið heldur hvolpasýningu fyrir allar tegundir helgina 3.-4. október, sjá nánar hér.
Picture

Vegna ungliðameistarastiga

7/9/2020

 
​Stjórn HRFÍ hefur samþykkt að ungliðameistarastig verði veitt bæði í ungliða- og unghundaflokki á sýningum til og með 7. mars 2021 í ljósi þess stutta tíma sem ungliðastig eru í boði fyrir hund og vegna þess að fella þurfti niður júnísýningu og ágústsýningar félagsins vegna Covid-19. Það verða því sitthvor ungliðameistarastigin í boði fyrir besta rakka og bestu tík í ungliða- og unghundaflokki með sambærilegum reglum. Besti ungliði tegundar verður sem áður valinn úr ungliðaflokki.

​Áríðandi vegna frestunar augnskoðunar í september og áframhaldandi svigrúm vegna vottorða

24/8/2020

 
Vegna takmarkanna við landamæri Íslands í tengslum við Covid 19 faraldurinn getur félagið ekki staðið fyrir augnskoðun sem fyrirhuguð var 2.-5. september næstkomandi. Augnskoðuninni verður því frestað þar til aðstæður leyfa framkvæmd hennar. Þeir sem þegar hafa bókað tíma í augnskoðun hvort sem er á Akureyri eða í Reykjavík eiga áfram tímann og því forgang þegar hún verður haldin. Hægt er að bóka tíma í augnskoðun á skrifstofu félagsins.

​Í ljósi aðstæðna ákvað stjórn því að veita ræktendum áframhaldandi svigrúm er varðar augnvottorð. Telur stjórn ekki hægt að krefjast augnskoðunar að viðlagðri kæru til siðanefndar á þeim tíma sem ekki er hægt að bjóða uppá augnskoðun. Séu undaneldisdýr notuð til ræktunar án þess að þau hafi verið augnskoðuð eða með of gamalt augnvottorð verða ættbækur engu að síður gefnar út og ekki verður send inn kæra til siðanefndar.
Það er fortakslaust skilyrði að ræktandi mæti strax með dýrið í næstu augnskoðun sem félagið mun standa fyrir og eigi bókaðan tíma þegar sótt er um ættbækur. Mæti dýrið ekki verður án tafar málið sent til meðferðar siðanefndar auk þess sem afkvæmin verða sjálfkrafa sett í ræktunarbann. Svigrúmið gildir um þau got þar sem pörun átti sér stað eftir síðustu augnskoðun félagsins sem haldin var 6.-7. febrúar síðast liðinn.

​Stjórn vill áfram árétta að ræktun án heilbrigðisskoðana er alfarið á ábyrgð ræktenda sjálfra og treystir þvi að ræktendur sýni áfram sem hingað til ábyrgð í ræktun og hafi í heiðri velferð og heilbrigði dýranna.

Vegna endurgreiðslu sýningargjalda

17/8/2020

 
Á næstu dögum ættu sýningargjöld að berast til félagsmanna. Skráningargjald er endurgreitt að fullu að frádregnum 5% sem fellur til vegna kostnaðar við skráninguna og félagið þarf að greiða. Við vonum að félagsmenn sýni þvi skilning og biðlund þar til endurgeiðsla hefur borist. Spurningum eða öðrum athugasemdum vegna endurgreiðslu skal beina til skrifstofu á netfangið hrfi@hrfi.is
​

Ágústsýningum aflýst!

14/8/2020

 
Þetta eru ótrúlegir tímar, en nú þremur dögum eftir síðustu ákvörðun stjórnvalda, voru kynntar nýjar sóttvarnarreglur er varða sýnatöku við landamæri og sem gilda eiga frá og með 19. ágúst n.k. Þær fela í sér að allir þeir sem koma til landsins þurfa að fara í tvær sýnatökur með 4ra til 6 daga sóttkví á milli. Engu máli skiptir hvaðan fólk er að koma og hve lengi það ætlar að dvelja á landinu. Þessi ákvörðun útilokar erlenda dómara sem ætluðu að koma til landsins og dæma á sýningunum 22.-23. ágúst n.k. og voru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig í því skyni fyrir okkur félagsmenn. Við drögum hins vegar línuna við að setja þá í nokkurra daga sóttkví og játum okkur sigruð.

Okkur þykir því leitt að þurfa að tilkynna að sýningar félagsins sem halda átti þann 22. og 23. ágúst nk. þarf að fella niður af óviðráðanlegum orsökum.

Stjórn félagsins hefur ákveðið að endurgreiða sýningagjöld að fullu, að frádregnum kostnaði vegna skráningar, eins fljótt og hægt er og nú kemur sýningakerfi DKK vonandi að góðum notum þar sem endurgreiðsla vegna heillar sýningar er byggð inn í kerfið. Við vonumst því til að greiðslur berist hratt og örugglega inn á þau kort sem notuð voru til að skrá.

Á þessar tvær sýningar voru skráðir annars vegar 829 hundar og hins vegar 827, auk keppni ungra sýnenda báða daga. Væntingar allra stóðu til þess að hægt væri að aðlaga sýningaformið að gildandi sóttvarnarreglum eins og systurfélög okkar t.d. í Noregi og Danmörku hafa gert. Samráð var haft við Almannavarnir, aðgerðarsvið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að rætt var við MAST og töldum við okkur hafa fundið leiðina með þeim breytingum á sýningaforminu sem áður voru kynntar. Það er því ljóst að þetta er mikið högg fyrir starfsemi félagsins og óvíst er um framhaldið, en þrjár stórar sýningar hafa þá verið felldar niður það sem af er árinu. Næsta stóra sýning er Winter Wonderland sýningin þann 28.-29. nóvember. Það er innisýning sem vinnur ekki endilega með okkur. Við tökum stöðuna vegna hennar síðar á árinu en vonum það besta.
Stjórn vill jafnframt þakka sýningarstjórn og starfsfólki skrifstofu fyrir lausnamiðaða og góða vinnu í þessu sambandi. 
<<Previous
Forward>>

    Eldri fréttir
    ​

    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013

Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249
Photo used under Creative Commons from jinkemoole