
• Upprifjun á kyn-/æxlunarfræði
• Greining eggloss, ákjósanlegasti tími pörunar
• Tæknifrjóvgun
• Meðganga og fæðing
• Vandamál við og eftir fæðingu
• Umönnun nýfæddra hvolpa
Við fögnum því að fá Natalju Skalin sem fyrirlesara, enda hefur hún góða reynslu á öllum þeim sviðum sem viðkoma ræktun hunda. Hún er sjálf ræktandi, dýralæknir og FCI viðurkenndur sýningadómari.
Natalja er frá Litháen, þar sem hún ræktaði undir ræktunarnafninu Fantazija, en síðan 2012 hefur hún verið búsett í Svíþjóð og ræktar undir ræktunarnafninu Skabona sem hún á ásamt eiginmanni sínum Bo Skalin. Hún hefur ræktað og átt yfir 70 meistara af tegundunum Rough Collie, Sheltie, dverg Schnauzer og Chihuahua, þar með talið Crufts sigurvegara, heimsmeistara og Evrópumeistara.
Natalja er alhliða sýningadómari, þ.e.a.s. hún dæmir allar tegundir. Hún er með sína eigin dýralæknastofu og er sérfræðingur í æxlun hunda. Hún er meðlimur í ræktunarnefnd sænska Collie-klúbbsins og var formaður ræktunarnefndar Litháenska hundaræktarfélagsins.
Skráning fer fram þegar nær dregur og er verðið 15.000 kr fyrir félagsmenn.
Við vonumst til að sem flestir ræktendur og þeir sem hafa áhuga á ræktun taki daginn frá og nýti sér þetta frábæra tækifæri.
Kveðja,
Stjórn Hundaræktarfélags Íslands