Stjórn HRFÍ verður því miður að tilkynna að ekki næst að uppfylla ákvæði í lögum HRFÍ um framlagningu endurskoðaðs ársreiknings fimm dögum fyrir aðalfund HRFÍ, sem haldinn verður fimmtudaginn 15. maí nk.
Endurskoðaður ársreikningur mun liggja frammi á skrifstofu félagsins og verður sendur á tölvupóstlista félagsmanna um leið og þess er kostur eða í síðasta lagi þriðjudaginn 13. maí.
Engu að síður fer stjórn HRFÍ þess vinsamlegast á leit við félagsmenn að ársreikningur félagsins verði borinn upp til samþykktar á aðalfundi félagsins 15. maí. Komi hins vegar fram athugasemdir um að fresta þessum dagsskrárlið vegna ofangreinds ágalla við framlagningu ársreikningsins verður að boða til framhaldsfundar viku síðar og bera ársreikninginn þar upp til samþykktar.
Við biðjumst velvirðingar á þessum töfum og vonumst til að sjá ykkur sem flest á aðalfundi HRFÍ.
Bestu kveðjur,
Stjórn Hundaræktarfélags Íslands.