
Soffía gengdi ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstöðum fyrir félagið, sat í stjórn Úrvalsdeildar um árabil og kom að stofnun Shih Tzu deildar þar sem hún sat í stjórn og lengst af sem formaður.
Starfsemi Hundaræktarfélags Íslands var henni hugleikin og með aðkomu fyrirtækis síns, Dýrheima- Royal Canin, studdi hún ríkulega við starfsemi félagsins, hvort sem var við sýningahald eða aðra mikilvæga viðburði. Verður það seint fullþakkað það mikla og fórnfúsa starf sem hún vann í þágu félagsins. Við kveðjum Soffíu með virðingu og þakklæti.
Stjórn Hundaræktarfélags Íslands sendir fjölskyldu Soffíu Kristínar Kwaszenko innilegar samúðarkveðjur.