Helstu verkefni:
Starfsmaðurinn mun sjá um almenn skrifstofustörf, umskráningu á erlendum ættbókum, útgáfu ættbóka, halda utan um heilsufarsupplýsingar og sinna ýmsum minni verkefnum sem upp koma í daglegum rekstri.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking á félaginu er nauðsynleg og þekking á ræktun er plús
- Góð kunnátta í töflureikni og færni í helstu notendaforritum.
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
- Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi.
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
Um 80% starf er að ræða í 10.mánuði frá og með byrjun maí. Nánari upplýsingar veitir Fríður Esther Pétursdóttir framkvæmdastjóri, fridur@hrfi.is
Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl 2016 og skal umsóknum skilað á netfang framkvæmdastjóra, fridur@hrfi.is merkt „Skrifstofa HRFI“ Umsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf.