Hundaræktarfélag Íslands óskar eftir að ráða verkefnastjóra
Leitað er að kraftmiklum og drífandi aðila í nýtt starf verkefnastjóra. Í boði er tækifæri til að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum í lifandi og skemmtilegu umhverfi.
Helstu verkefni:
- Framkvæmd viðburða, s.s. hundasýningar, námskeið og fyrirlestrar.
- Rekstur á skrifstofu félagsins
- Umsjón með vefsíðu
- Útgáfa á mánaðarlegu fréttabréfi
- Hagsmunagæsla fyrir hundaeigendur í samræmi við stefnu og ákvarðanir stjórnar
- Að auki sinnir verkefnastjóri öðrum tilfallandi verkefnum
- Frumkvæði og drifkraftur
- Góð samskiptahæfni
- Reynsla af stjórnun viðburða
- Rekstrar eða stjórnunarreynsla
- Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli
- Einlægur áhugi á hundum væri mikill kostur
Hundaræktarfélag Íslands er félag allra hundaeigenda á Íslandi. Félagið er aðili að alþjóðasambandi hundaræktarfélaga (f. Fédération Cynologieque Internationale – FCI) og Norrænum samtökum hundaræktarfélaga (NKU). HRFÍ rekur skrifstofu sem er opin alla virka daga en skrifstofan er þjónustuaðili fyrir félagsmenn og hundaeigendur á Íslandi.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is
Umsóknarfrestur til: 03. október 2016