Skipulag svæðisins og hringja má sjá hér að neðan, hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri.
Bílastæði ættu að vera næg og eru þau sem næst eru merkt inn á myndina hér að neðan en þau dreifast á nokkur svæði í kringum túnið. Ekki verður hægt að leggja við Víðistaðakirkju á laugardegi. Við biðjum félagsmenn að gæta að því að leggja ekki í íbúastæði eða ólöglega.
Yfirlit yfir bílastæði má sjá hér að neðan, hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.
Athugið að svæði C verður ekki hægt að nota á laugardeginum. Svæði I eru stæðin með fram Flókagötu milli bílasvæða F og G.
Íþróttadeild mun sjá um sjoppuna en þau eru í fjáröflun til að geta keypt sér langþráð ný tæki. Við hvetjum alla til að versla hjá þeim og styðja gott málefni í leiðinni. Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundaeigendur, ræktendur og sýnendur. Einnig verða sölu- og kynningabásar á staðnum með ýmis tilboð og hvetjum við ykkur til að kíkja á sölubása. Félagið verður einnig með rósettur af öllum stærðum og gerðum til sölu til að fagna góðum árangri.
Vinsamlega athugið að lausaganga hunda á svæðinu er stranglega bönnuð og skulu allir hundar vera í taumi og á eru þeir alfarið á ábyrgð eigenda sinna. Við hvetjum félagsmenn til að virða reglur og samþykktir varðandi hundahald.