Með nýjum veruleika koma nýjar áskoranir og því þarf að finna nýjar leiðir á áður sjálfsögðum hlutum. Nú reynir á að við vinnum öll saman að því að láta þetta ganga upp, höfum skilning á aðstæðum og tökum ábyrgð á okkar eigin sóttvörnum.
Dómar hefjast kl. 9 og úrslit áætluð kl. 16 - Dagskrá hringja og úrslita má finna hér
Tvö sýningasvæði verða í gangi samtímis, annað á Víðistaðatúni og hitt í Víðidal. Hér fyrir neðan má sjá yfirlits myndir af sýningasvæðunum - Ekki verður hægt að leggja við Víðistaðakirkju vegna athafna í kirkjunni um helgina og bílastæði er merkt inn á myndina fyrir Víðidal, stranglega bannað er að leggja á reiðstígum! Vinsamlegast virðið það að ganga inn og út um merktan inngang á svæðin.
Grímuskylda er á sýningasvæðinu, bæði innan og utan hrings, ásamt því að virða skal 1 metra regluna.
Sýningastjórar eru Guðný Rut Isaksen, Erna Sigríður Ómarsdóttir, Anna Guðjónsdóttir og Ágústa Pétursdóttir.
Hlekki fyrir sýningaskrá, umsagnir og úrslit má finna hér.
Nánar um fyrirkomulag sýninganna:
- Sett verða upp tvö afmörkuð sýningarsvæði, 6 dómhringir á hvoru svæði:
- Svæði 1 verður á Víðistaðatúni, Hafnarfirði – Hringir nr. 1-6
- Svæði 2 verður á túni Fáks í Víðidal – Hringir nr. 7-12
- Á hvoru túni verður sérstakt afmarkað sýningarsvæði með inngangi og útgangi. Fylgst verður með fjölda og þess gætt að hann fari ekki umfram 200. Fjöldatakmörkun tekur ekki til barna sem fædd eru 2016 eða síðar.
- Við biðjum fólk að reyna að miða við, eftir bestu getu, að einn aðili fylgi hverjum hundi.
- Dagskrá sýninganna verður skipt niður í "holl" á hvoru sýningarsvæði, þannig að dómur hefst á hverju svæði á tilteknum auglýstum tíma í hverju „holli“.
- Merki við innganga sýningasvæða munu gefa til kynna hvaða holl „á svæðið“ á hverjum tíma og biðjum við ykkur að sýna því skilning þannig að fólk sem fylgir hundum í öðrum hollum sé ekki inni á svæðinu nema mögulega til að bíða keppni í úrslitum stærri tegunda.
- Þá er mælst til þess að sýningasvæði sé yfirgefið eins fljótt og hundur hefur lokið dómi.
- Virða skal 1 metra reglu eins og kostur er en að auki skal bera andlitsgrímu á sýningarsvæðinu. Grímuskylda á ekki við um börn sem fædd eru 2006 og síðar.
- Engin veitinga- né miðasala verður á svæðinu.
- Ekki verður leyft að tjalda á afmörkuðu sýningarsvæði, en þátttakendur mega koma með búr, borð og fyrirferðarlitla stóla inn á sýningarsvæði.
- Takmörkuð BIS úrslit verða haldin, úrslit fara fram á Víðistaðatúni en einungis verða úrslit í tegundahópum og Besti hundur sýningar valinn. Gert er ráð fyrir að úrslit hefjist kl. 16:00 báða daga
Við minnum félagsmenn á þau ákvæði í reglugerð nr. 80/2016 er varðar velferð gæludýra þegar valdir eru sýningartaumar og ólar. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér búnað sem er í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.