Undirbúningur undir fyrstu kynninguna er nú þegar í fullum gangi.
Á næstu vikum verða Dýradagar Garðheima á eftirfarandi helgum
- Dýradagar – Smáhundar 20 - 21 sep.
- Dýradagar – Stórir hundar 27 - 28 sep.
Næstu Dýradagar eru að bresta á. Nú er um að gera að tilkynna sína tegund strax. Hressir og jákvæðir hundar mæta og skarta sýnu fegursta. Ekkert eftir nema tryggja að “þín tegund” verði með. Þeir sem vilja kynna sína tegund að hafa samband við tengiliði eða stjórnarmenn sinnar deildar. Stjórnir eða tengiliðir viðkomandi deilda skipuleggja sín svæði og raða hundum niður á tíma.
Endilega látið mig vita sem fyrst hvaða tegundir geta verið með á emil@gardheimar.is. Því fleiri því betra. Við höfum haft þann sið undanfarin ár að veita sýnendum 20% afslátt af öllum vörum Garðheima sýningarhelgina. Þetta gildir um allar vörur nema tilboðsvörur.