Ef af sýningunum verður, er ljóst að breytingar verða á fyrirhugaðri dómaraáætlun. Michael Leonard og Massimo Inzoli hafa afboðað komu sína og eru auglýstir varadómarar, þau Viktoría Jensdóttir, Sóley Halla Möller og Daníel Örn Hinriksson komin inn í dagskrá, sem verður auglýst fljótlega. Þá má gera ráð fyrir að skipulag sýninga taki mið af sóttvarnarráðstöfunum og BIS-úrslit einfölduð. Félagið fylgist vandlega með stöðunni og endurmetur daglega og verða félagsmenn upplýstir um allar frekari breytingar eins fljótt og hægt er.