Stjórn Vorstehdeildar leggur til bann við því að aðili sitji samtímis í stjórn Hrfí og stjórn deilda.
Stjórn leggur í fyrsta lagi til breytingu á fresti til skila á ársreikningum félagsins til endurskoðenda. Þá leggur stjórn til breytingar á VII. kafla laganna sem fjallar um ræktunardeildir félagsins. Vinna við endurskoðun kaflans sem og reglna um stofnun og starfsemi ræktunardeilda hefur staðið yfir í um tvö ár með aðkomu fjölda félagsmanna. Þá ráðfærði stjórn sig við laganefnd félagsins og byggir tillagan að verulegu leyti á tillögum laganefndar. Í þriðja lagi leggur stjórn til stofnun úrskurðarnefndar hjá félaginu vegna viðskipta með hunda sem hafa verið ættbókarfærðir hjá félaginu. Er þetta nýmæli en byggir á danskri fyrirmynd. Innan félagsins hefur ekki verið vettvangur fyrir að greiða úr ágreiningi sem rís vegna viðskipta með hunda en að sama skapi skiptir verulegu máli fyrir orðspor félagsins að viðskipti ræktenda séu til samræmis við góða og eðlilega viðskiptahætti sem og grundvallargildi HRFÍ. Í fjórða lagi er lagt til að skipaður verði umboðsmaður félagsmanna sem hefur það hlutverk að gæta þess að ekki sé gengið á rétt félagsmanna samkvæmt lögum og grundvallarreglum félagsmanna. Stjórn naut aðstoðar og leiðsagnar laganefndar við samningu tillagna þessara.
Tillögurnar sem bornar verða upp á næsta aðalfundi en samkvæmt 29. gr. laga félagsins verða þær að lögum hljóti þær a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða fundarmanna. Hér má finna tillögurnar til nánari skoðunar.