
Dómarar helgarinnar verða: Anita Duggan (Írland), Barbara Müller (Sviss), Charlotta Melin (Svíþjóð), Daníel Örn Hinriksson (Ísland), Dimitris Antonopoulos (Svíþjóð), Herdís Hallmarsdóttir (Ísland), Jørgen Hindse (Danmörk), Laurent Pichard (Sviss), Ozan Belkis (Tyrkland), Sóley Halla Möller (Ísland), Terje Lindstrøm (Noregur) og Þórdís Björg Björgvinsdóttir (Ísland).
Hér er hægt að sjá dagskrá og PM (dagskrá hringja)
Vekjum athygli á nýjum dagskrálið sem verður haldinn báða daga í úrslita hringnum milli kl 10 og 12, en það er innkallsþraut og eru allir hundar velkomnir! Sjá nánar hér.
Úrslit, umsanig og sýningaskrá má finna á hundavefur.is
Uppsetning sýningar fer fram á föstudeginum 9. júní. Ekki verður heimilt að tjalda á túninu fyrr en uppsetningu er lokið og leyfi hefur verið veitt, það er áætlað kl. 18 en gæti orðið seinna. Vinsamlegast athugið að tjöld við sýningarhringi mega ekki vera stærri en 3m x 3m og þau verða að vera staðsett minnst 4 metrum frá sýningahringjum. Stærri tjöldum má tjalda fjarri sýningarhringjum.
Við minnum á að umgengni um svæðið þarf að vera til algjörrar fyrirmyndar og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér ruslafötur á svæðinu. Vinsamlega athugið að lausaganga hunda á svæðinu er stranglega bönnuð og skulu allir hundar vera í taumi og á eru þeir alfarið á ábyrgð eigenda sinna. Við minnum félagsmenn á þau ákvæði í reglugerð nr. 80/2016 er varðar velferð gæludýra þegar valdir eru sýningartaumar og ólar. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér búnað sem er í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Vinsamlegast skoðið myndina hér að neðan hvar má tjalda, en fyrirkomulagið er breytt frá því sem áður var. Skipulag svæðisins og hringja má sjá hér að neðan. Bendum á að myndin er ekki í réttum hlutföllum, en hún sýnir grófa yfirsýn á svæðinu. |
Salerni er á svæðinu, nóg af ruslafötum en einnig er ruslagámur og flöskusöfnun fyrir skáta á svæðinu. Félagsmenn eru hvattir til að ganga vel um svæðið og gæta að því að hreinsa upp eftir hundana ásamt því að hirða eftir sig allt rusl. Mjög gott tjaldsvæði er á túninu ef fólk vill gista en skátafélagið Hraunbúar sjá um og reka tjaldsvæðið. Svæðið er vaktað yfir nóttina en Hundaræktarfélag Íslands tekur enga ábyrgð á verðmætum sem kunna að vera skilin eftir.
Gestum gefst kostur á að kynnast hundum og ræða við hundaeigendur, ræktendur og sýnendur. Félagið verður einnig með rósettur af öllum stærðum og gerðum til sölu til að fagna góðum árangri.
Hlökkum til að sjá ykkur!
(Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri)