Sýningarnefnd gefur leyfi þegar sýnendur geta sett upp tjöld við sýningarhringi en það verður þegar uppsetningu er alfarið lokið. Endanleg mynd af skipulagi svæðisins verður birt stuttu eftir uppsetningu sýningarinnar á Facebook síðu félagsins sem og á vefnum en einnig verður birt vegvísun varðandi aðgang og bílastæði á svæðinu. Svæðið verður vaktað yfir helgina en Hundaræktarfélag Íslands tekur enga ábyrgð á verðmætum á sýningarsvæðinu.
Vinsamlegast athugið að tjöld við sýningarhringi mega ekki vera stærri en 3m x 3m og þau verða að vera staðsett minnst 2 metrum frá sýningahringjum. Stærri tjöldum má tjalda fjarri sýningarhringjum.
Við minnum á að umgengni um svæðið þarf að vera til algjörrar fyrirmyndar og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér ruslafötur á svæðinu.