Í dag eru stóru sýningarnar sex talsins en sýningahelgarnar eru fimm, þar sem þrjár eru innanhúss og tvær úti við (ein útisýning er tvöföld). Að auki heldur félagið reglulega sýningar fyrir hvolpa á aldrinum 3-9 mánaða.
Félagsmenn eru ríflega 5000 talsins og á hverri sýningu eru að jafnaði um 1000-1200 hundar skráðir af hinum ýmsu hundakynjum. Þeim fylgir fjöldinn allur af gestum sem koma á sýningarsvæðið. Sýningarnar eru því frammúrskarandi tækifæri til að nálgast hundafólk sem markhóp og styrkja gott vörumerki.
Hafir þú áhuga á að skoða samstarf, endilega hafðu samband við Ernu Ómarsdóttur, formann, erna@hrfi.is, eða Hansínu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra, hansina@hrfi.is, eigi síðar en 10. nóvember næst komandi.