Hafir þú áhuga á slíku fyrir þinn hund og að því gefnu að dómari hafi réttindi á tegundina hér á landi hvetjum við þig til að hafa samband við skrifstofu en hóflegt gjald sem nemur hvolpagjaldi á sýningu er innheimt fyrir dóminn. Hundurinn þarf að vera orðinn 9 mánaða en ásamt skriflegum dómi fær hundurinn einkunn sem getur einnig innihaldið meistaraefni.