Lögð er áhersla á að auka vitund landsmanna um ábyrgt hundahald og góða umönnun dýranna. Auka fræðslu um hunda, meðhöndlun þeirra og heilbrigði. Kostnaður við dýrahald getur rokið hratt upp ef ferfætlingurinn veikist eða lendir í slysi. Því býður VÍS fjölbreytt framboð trygginga fyrir hunda sem ver eigendurna fyrst og fremst fyrir fjárhagslegu tjóni líkt og aðrar tryggingar.
„Okkur er umhugað um velferð dýranna og VÍS kappkostar að aðstoðar dýralæknis sé leitað strax, óháð stað og stund, ef dýr lendir í alvarlegum hremmingum. Með sjúkrakostnaðartryggingu greiðir félagið aukakostnað sem til fellur vegna dýralæknaþjónustu utan hefðbundins vinnutíma,“ segir María Hrund Marinósdóttir markaðsstjóri VÍS sem skrifaði undir samninginn ásamt Fríði Esther Pétursdóttur framkvæmdastjóra HRFÍ.
Fríður segir samstarfið mikilvægt fyrir sitt félag. „Öflugur bakhjarl er forsenda fjölbreyttrar starfsemi Hundaræktarfélagsins. VÍS hefur svo sannarlega veitt okkur gott liðsinni þar.“