Á sýninguna eru skráðir rúmlega 900 hundar frá 9 mánaða aldri, auk 38 ungra sýnenda. Dæmt verður í sex hringjum á laugardag og sjö á sunnudag, dómar hefjast að venju kl. 9.
Á laugardag verður haldið Norðurlandamót ungra sýnenda og hefst sú keppni kl. 9:30. En þar keppa landslið allra norðurlandanna um besta sýnandann og besta liðið. Keppni ungra sýnanda fer svo fram á sunnudag, áætlað er að sú keppni hefjist kl 12:45.
Dómarar að þessu sinni verða Ann Ingram (Írland), Arne Foss (Noregur), Birgitta Svarstad (Svíþjóð), David Connolly (Írland), Lilja Dóra Halldórsdóttir (Ísland), Marianne Holmli (Noregur) og Morag Connolly (Írland).
Hér að neðan má sjá dagskrá sýningar, PM og dagskrá úrslita með hefðbundnum fyrirvara um villur og breytingar.

Dagskrá - Laugardagur 25. nóvember |

Dagskrá - Sunnudagur 26. nóvember |

PM 25.-26. nóvember |

Dagskrá úrslita |