Fundurinn leggur til við stjórn FCI (General Committee) að hún setji á laggirnar starfsnefnd er verði falin eftirfarandi þrjú verkefni:
1. Að tryggja að regluverk FCI endurspegli andstöðu við illa meðferð á hundum og áherslu velferð hunda.
2. Að setja fram tillögu að breytingum á atkvæðavægi og áhrifum aðilarfélaga FCI.
3. Að endurskoða regluverk FCI í þeim tilgangi að færa það nær nútímanum og auka skýrleika og gagnsæji réttinda og skyldna.
Forseti FCI, Hr. Rafael de Santiago, var gestur aðalfundar Evrópuhlutans og tók við yfirlýsingunni fyrir hönd stjórnar FCI. Hann staðfesti að stjórn FCI mun setja slíka starfsnefnd á laggirnar eins fljótt og auðið er.