Hundaræktarfélag Íslands fordæmir þá staðreynd að hundur sem virðist vera í líkamlega hættulegu ástandi hafi orðið besti hundur tegundar á sýningu þeirri sem um ræðir. Þannig átti þetta sér stað þrátt fyrir þá grundvallarreglu að heilsa og velferð hunda skuli vera í forgangi á öllum hundasýningum. Þessi regla á við allar alþjóðlegar hundasýningar og kemur skýrt fram í 4. gr. reglna FCI um hundasýningar.
Við vonum að þetta sorglega atvik, sem hefur vakið athygli og gagnrýni, verði til þess að málefnið fái verðuga athygli og að almenn heilsa og velferð hunda verði alltaf í forgangi. Þetta á við alla sem koma að hundasýningum; sýnendur sem bera ábyrgð á velferð þeirra hunda sem þeir sýna, dómara sem dæma þá og skipuleggjendur sem verða að tryggja að reglum sé fylgt og eiga að bregðast við ef nauðsyn krefur.
Eitt af helstu markmiðum FCI er að standa vörð um velferð og verndun hunda um allan heim. Við vonum að meðlimalönd FCI um heim allan standi saman og komi í veg fyrir að atvik sem þetta eigi sér stað í framtíðinni.
Enska útgáfu yfirlýsingarinnar má nálgast hér.

Statement Icelandic Kennel Club |