Hundaræktarfélag Íslands
  • Heim
  • Fréttir
  • Deildarfréttir
  • Félagið
    • Lög og reglur
    • Stjórn HRFÍ
    • Viðburðardagatal
    • Siðanefnd
    • Nefndir
    • Prófd., hringstj., leiðb. o.fl.
    • Námskeið
    • Aðalfundir
    • Fulltrúaráð
    • Titlar
    • Afreks- og þjónustuhundar
  • Skrifstofa
    • Gjaldskrá
    • Opnunartími
    • Starfsmenn HRFÍ
    • Ýmis tölfræði
    • Skráning í félagið
    • Póstlisti
    • Eyðublöð
    • Vörur til sölu
    • Sámur
    • Litli Sámur
    • Minning
    • Bóka skrifstofu HRFÍ og Sólheimakot
  • Sýningar
    • Sýningadagatal
    • Umsagnir og niðurstöður af sýningum frá nóvember 2018
    • Dómaraviðtöl - SýningarSámur
    • Sýningaskipurit
    • Stigahæstu ræktendur
    • Stigahæstu hundar
    • Stigahæstu öldungar
    • Úrslit sýninga
    • Deildir - undirbún sýninga
    • Sýningaþjálfun
    • Borðar á sýningum
    • Myndasafn
  • Heilsufar
    • Dagatal augnskoðunar
    • Ferill augnskoðunar
    • Mjaðma-olnbogamyndun
    • Arfgengir sjúkdómar
    • Lifrarbólga
    • Parvó smáveirusótt
  • Hundarnir
    • Innskráning erlendra ættbóka
    • Ræktun
    • Voff.is
    • Langar þig í hund >
      • Að fá sér hund
      • Kaupsamningur
      • Ættbók HRFÍ
      • Innflutningur hunda
      • Nýi hvolpurinn
    • Hundategundir
    • Hundasvæði
    • Hundaskóli HRFÍ
    • Heimasíða fyrir hundaeigendur
    • Ill meðferð á dýrum
    • Samþykktir um hundahald
  • Deildir
  • English
Ferill mjaðma- og/eða olnbogamyndatöku

Það er skylda áður en pörun sumra hundategunda fer fram að undaneldisdýrin séu mynduð með tilliti til mjaðma- og/eða olnbogaloss og að niðurstaðan liggi fyrir.
Vinsamlegast kynnið ykkur reglur fyrir „ykkar” hundategund.

Panta þarf tíma hjá dýralækni, sem hefur réttindi til að taka röntgenmyndir af mjöðmum (HD)- og olnbogum (AD).

Eftir að röntgenmyndirnar hafa verið teknar, sendir dýralæknirinn/eigandinn þær til aflesturs.
Hægt er að senda myndirnar rafrænt til Svíþjóðar (dýralæknirinn sér um það). Eigandi fær svo reikning frá HRFÍ fyrir aflestrinum en niðurstaða fæst ekki fyrr en greitt hefur verið fyrir aflesturinn.
Einnig er hægt að senda myndir til OFA fyrir hunda sem hafa náð 2ja ára aldri við myndatöku. Dýralæknirinn þarf að kvitta undir umsókn um aflestur myndanna og senda þarf út á umsókninni kortanúmer til þess að greiða aflesturinn.

Sjá verð aflesturs í verðskrá félagsins hér

Aflestur tekur um 2 vikur í Svíþjóð og 2-4 í Bandaríkjunum. Þessir tímar eru aðeins viðmið og það er alfarið á ábyrgð eiganda hunds að ganga frá myndum nógu tímanlega til þess að aflestur sé kominn fyrir pörun.
Ferlið tekur lengri tíma ef hundurinn er einnig olnbogamyndaður (AD), sem er skylda fyrir sumar tegundir, sjá nánar reglugerð um skráningu í ættbók (Sjá reglur HRFÍ).

Niðurstöður úr myndum eru sendar til eiganda hunds um leið og þær berast skrifstofu.

Sé skylda samkvæmt reglugerð um skráningu í ættbók að hundategundin sé röntgenmynduð með tilliti til mjaðma- og/eða olnbogalos fyrir pörun, skal hafa það í huga að hvolpar fást ekki skráðir í í ættbók nema niðurstaða undaneldisdýra liggi fyrir. 

Brjóti ræktandi gegn þessum ákvæðum verður mál hans sent til Siðanefndar.

Lúti eigandi hunds ekki niðurstöðu aflesturs mjaðmamynda, getur hann látið mynda hundinn á ný. En til þess að unnt sé að senda myndir af sama hundi aftur til aflesturs í sama landi skulu líða að minnsta kosti 6 mánuðir á milli myndatöku. Ekki er tekið á móti myndunum sé skemmri tími liðinn.

Allir hundar skulu örmerktir áður röntgenmyndataka fer fram. Ef eigandi er í vafa hvort hundur sé örmerktur eða ekki, er best að láta dýralækni skera úr um það með skanna. Allir innfluttir hundar ættu að vera örmerktir þar sem ekki fæst innflutningsleyfi fyrir þá að öðrum kosti.


Niðurstöður hundanna eru svo skilgreindar á eftirfarandi hátt:

HD- mjaðmamyndataka og olnbogar- AD
A Frír
B Frír
C Svak
D Middels
E Sterk


8.2.2012
Samræming á skráningu á mjaðma- og olnboganiðurstöðum

Vegna vinnu við nýtt tölvukerfi félagsins hefur verið ákveðið að samræma skráningar á mjaðma- og olnboganiðurstöðum í ættbók HRFÍ.

Ekki verður lengur notast við tölustafi eða Fri, svak o.s.frv.

Hér fyrir neðan má sjá lista sem útskýrir breytingarnar.

HD

Var – Verður

Fri – A
Excellent (US) – A1
Good (US) – A2
Fair (US) – B
Borderline (US) – B2
Mild / Svak / Mild (US) – C
Moderat / Middels / Moderate (US) – D
Severe / Sterk / Severe (US) – E

ED

Var – Verður
0 / Fri – A
1 / Mild / Svak – C
2 / Moderat / Middels – D
3 / Severe / Sterk - E
Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - Email: hrfi@hrfi.is
Reikningsnúmer félagsins er: 515-26-707729 Kt. 680481-0249