Á dagskrá eru hefðbundin ársfundar störf.
●Kosning fundarstjóra og ritara
●Skýrslur tengiliða
●Ársskýrsla stjórnar
●Ársuppgjör frá gjaldkera
●Kosningar tengiliða tegunda
●Kosning stjórnarmeðlima. Tvö sæti eru laus til tveggja ára.
●Stigahæstu sýninga og vinnuhundar í öllum flokkum verða heiðraðir
●Önnur mál
●Happdrætti
Samkvæmt reglum um ræktunardeildir er stjórn skipuð fimm stjórnarmeðlimum ogeru þeir kosnir til tveggja ára, tveir og þrír í senn. Kjósa þarf um tvö sæti í stjórnFjár og hjarðhundadeildar. Úr stjórn eiga að ganga Edward Birkir Dóruson ogGuðrún Thoroddsen Guðmundsdóttir.
Stjórn óskar eftir framboðum frá félagsmönnum þeim er áhuga hafa á að starfa ístjórn deildar. Edward gefur ekki kost á sér áfram. Að vinna í slíkri sjálfboðavinnu erskemmtilegt, lærdómsríkt og fjölbreytt og krefst þess að fólk geti unnið af trúmennskuí góðu samstarfi og lagt sitt að mörkum til að efla félagið og standa vörð umhagsmuni þess. Það er styrkur fyrir deildina að sem flestir gefi kost á sér og aðþátttakendur séu með mismunandi sýn og reynslu. Áhugasamir frambjóðendur getasent okkur póst á smalahundar@gmail.com. Heimasíðadeildar er: www.smalar.net
Endilega hafið samband við stjórn á netfangið smalahundar@gmail.com efeinhverjar spurningar vakna.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!Stjórn Fjár- og hjarðhundadeildar