Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og skipan ritara.
- Ársreikningar og skýrsla stjórnar lagðir fram til staðfestingar.
- Kosning stjórnarmanna og varamanna
- Önnur mál sem stjórn svæðafélags hefur vísað til aðalfundar eða félagið hefur sent stjórninni til umfjöllunar á aðalfundi. Tilkynning um þess háttar mál skal vera skrifleg og hafa borist stjórninni í síðasta lagi tveimur vikum fyrir fundinn.
Óskað er eftir framboðum til stjórnar á fundinum.
Hvetjum félagsmenn til að fjölmenna á fundinn og hafa áhrif á starf félagsins okkar. Með góðum kveðjum og von um að sjá sem flesta.
Stjórn Svæðafélags HRFÍ á Norðurlandi.