fyrir starfsárið 2018
Ársfundur terrierdeildar HRFÍ verður haldinn sunnudaginn 31. mars 2019 kl 17:00 að Síðumúla 15.
Dagskrá verður sem hér segir:
Dagskrá fundar
1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Ársskýrsla deildar
3. Reikningar deildarinnar – gjaldkeri fer yfir
4. Kosning stjórnar (3 sæti laus)
a. Ræktunarstjórn er skipuð 5 félagsmönnum, sem kosnir eru til 2ja ára í senn. Endurkjör er leyfilegt. Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni. Á fyrsta fundi eftir ársfund skal stjórn velja sér formann.
Þær sem sitja áfram í stjórn eru Hilda Björk Friðriksdóttir og Alda Gyða Úlfarsdóttir.
Þær sem klára sína stjórnarsetu eru: Birta Skúladóttir, Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir og Mikkalína Mekkín Gísladóttir Laust er til 2 til tveggja ára og 1 til eins árs
5. Kosið tengiliði tegunda
6. Önnur mál
7. Heiðrun stigahæstu hunda og ræktanda deildar